Á hverjum degi vinnur starfsfólk Daga við að létta fyrirtækjum og stofnunum lífið á nánast öllum sviðum samfélagsins. Við veitum almenna og sérhæfða þjónustu og líkt og fleiri fyrirtæki á Íslandi sköpum við störf og verðmæti sem gera kleift að fjármagna velferðina sem okkur þykir sjálfsögð og eðlileg. Á vef Samtaka atvinnulífsins er reiknivél sem setur þátt fyrirtækjanna í samhengi við þrjá velferðarþætti: fæðingarþjónustu, leikskólapláss og dvalar- og hjúkrunarrými. Við vitum hvað þessi þjónusta er mikilvæg fyrir samfélagið. Við erum daglega við störf á slíkum stöðum og er treyst fyrir þjónustu á fjölmörgum heilbrigðisstofnunum, skólum, leikskólum og sjúkrahúsum. Við erum virkilega stolt af því að leggja okkar af mörkum til velferðarinnar með verðmætasköpun.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.