Á hverjum degi vinnur starfsfólk Daga við að létta fyrirtækjum og stofnunum lífið á nánast öllum sviðum samfélagsins. Við veitum almenna og sérhæfða þjónustu og líkt og fleiri fyrirtæki á Íslandi sköpum við störf og verðmæti sem gera kleift að fjármagna velferðina sem okkur þykir sjálfsögð og eðlileg. Á vef Samtaka atvinnulífsins er reiknivél sem setur þátt fyrirtækjanna í samhengi við þrjá velferðarþætti: fæðingarþjónustu, leikskólapláss og dvalar- og hjúkrunarrými. Við vitum hvað þessi þjónusta er mikilvæg fyrir samfélagið. Við erum daglega við störf á slíkum stöðum og er treyst fyrir þjónustu á fjölmörgum heilbrigðisstofnunum, skólum, leikskólum og sjúkrahúsum. Við erum virkilega stolt af því að leggja okkar af mörkum til velferðarinnar með verðmætasköpun.
Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.