Síðastliðin tvö ár hafa Dagar nýtt sér púlsmælingar Moodup, sem veita stjórnendum heildstæða innsýn í líðan starfsfólks. Þetta gerir þeim kleift að hlusta á starfsfólk og bregðast við á árangursríkan hátt. Þættir sem mældir eru snúa að líðan og upplifun starfsfólks, tækifærum til vaxtar, aðbúnaði, starfsánægju, heilsu og vellíðan, auk þess hversu vel starfsfólk samsamar sig fyrirtækinu.
Dagar eru meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna „Vinnustaður í fremstu röð 2024“.
Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þurfa fyrirtæki að uppfylla þrjú skilyrði:
Mæla starfsánægju að minnsta kosti einu sinni á ársfjórðungi.
Bregðast við endurgjöf starfsfólks.
Ná árangursviðmiði um starfsánægju miðað við aðra íslenska vinnustaði.
Með því að uppfylla þessi skilyrði hafa Dagar sýnt í verki að stjórnendur hlusta á starfsfólk, taka álit þess alvarlega og vinna markvisst að því að viðhalda og efla starfsánægju.
Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sem staðfestir að Dagar leggja metnað í að skapa framúrskarandi starfsumhverfi og tryggja vellíðan starfsfólks.
Hópur öflugra kvenstjórnenda fer fyrir 700 manna starfsliði hjá Dögum og lögð er áhersla á að umhverfið á vinnustaðnum sé fjölskylduvænt og að starfsfólk fái tækifæri til að vaxa í starfi. Traust og góð teymisvinna er lykilatriði í starfseminni að sögn Drífu K. Guðmundsdóttur Blöndal, teymisstjóra fyrirtækjalausna Daga.
Janúar er frábær tími til að bæta vinnuumverfið. Hér eru nokkur atriði sem eru líkleg til að draga úr streitu og auka starfsánægju.
Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári 🎄