Fagmennska í framkvæmd

Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980. Hjá Dögum starfa um 750 einstaklingar um allt land.

Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.

Virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta.

HAFA SAMBAND

Persónuverndarstefna Daga

Dagar er skuldbundið til að vernda friðhelgi einkalífs og meðhöndla persónulegar upplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu fyrirtækisins, en einnig í samræmi við skyldur þess samkvæmt núgildandi íslenskum persónuverndarlögum um vinnslu gagna, og nýja reglugerð ESB um meðferð persónuupplýsinga, sem tóku gildi 25. maí 2018.

SIÐAREGLUR
1

Hvað eru persónulegar upplýsingar og sérstakir flokkar persónuupplýsinga?

Persónulegar upplýsingar eru allar upplýsingar sem tengjast auðkennum einstaklings svo sem:

  • kennitala
  • nafn
  • heimilisfang
  • símanúmer
  • netfang

Sérstakir flokkar upplýsinga eru hluti af persónulegum upplýsingum og geta falið í sér upplýsingar eins og:

  • kynþátt
  • uppruna
  • trúarbrögð
  • kynhneigð
  • upplýsingar um heilsu
  • aðild að stéttarfélögum
2

Hvaða persónulegum upplýsingum söfnum við og hvers vegna gerum við það ?

2.1 Almennt
Við söfnum persónuupplýsingum þínum til að veita þér þjónustu og/eða fá þjónustu frá þér. Persónulegar upplýsingar sem við biðjum þig um að veita eru upplýsingar s.s. kennitala, nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang og auðkennisupplýsingar eins og t.d. upplýsingar um ökuskírteini eða vegabréfsupplýsingar.

Ef við söfnum upplýsingum um þig, munum við biðja um samþykki þitt og upplýsa þig hvers vegna við söfnum þeim. Eins þurfum við samþykki þitt til að geyma upplýsingar sem varða þig.

Við gætum beðið þig um upplýsingar frá einum tíma til annars, t.a.m. þegar þú tilkynnir um vandamál varðandi þjónustu eða starf þitt. Einnig þegar við biðjum þig að taka þátt í könnunum eða spurningalistum á okkar vegum, sem við notum til að bæta þjónustu við starfsfólk og/eða gæðaeftirlits og eftirfylgni.

2.2 Löggjafarvald og reglur
Við gætum einnig þurft að safna persónulegum upplýsingum um þig til að fara að lögum og reglum.

3

Hvað gerist ef þú gefur okkur ekki þessar upplýsingar?

Það er þinn réttur að veita okkur engar upplýsingar. Hins vegar, ef þú velur að veita ekki persónulegar upplýsingar eða auðkennis upplýsingar, sem við óskum eftir, getum við ekki veitt þér þá þjónustu eða upplýsingar sem þú þarfnast/þarft á að halda vegna starfa þinna hjá Dögum.

4

Hvernig safna Dagar persónulegum upplýsingum?

Við söfnum almennt persónulegum upplýsingum beint frá einstaklingnum sjálfum, eða fær á rafrænan hátt, þ.m.t upplýsingar sem gefnar eru upp af þér;

  • með því að þú notir vefsíðu Daga
  • í símtölum við fulltrúa okkar
  • við skil og eftirlit á þjónustu okkar til þín
  • á eyðublöðum eða öðrum bréfasamskiptum
  • öðrum skriflegum, rafrænum eða munnlegum samskiptum við þig.

Ef við fáum persónulegar upplýsingar um einstaklinga frá þriðja aðila munum við láta viðkomandi vita og ef þörf krefur fá samþykki frá viðkomandi.Ef við fáum persónulegar upplýsingar um einstakling sem við höfum ekki óskað eftir og þær skipta ekki máli við að veita þjónustu og eða fá þjónustu, munum við eyða upplýsingunum, nema okkur beri skylda samkvæmt lögum að varðveita upplýsingarnar.

Cookies / kökur

Hvað eru kökur?

Heimasíða okkar virkar best þegar notkun á kökum (cookies) er samþykkt. Kaka er lítil gagnagrein með upplýsingum sem heimasíða geymir á þinni tölvu (þínum harðadisk). Kakan getur til að mynda innihaldið texta, tal, eða dagsetningar. Það eru engar persónulegar upplýsingar geymdar í köku. Þær upplýsingar sem við móttökum eru því nafnlausar. Flestar heimasíður nota kökur til að bæta upplifun gestsins á síðunni.

Hvernig notum við kökur?

Kakan segir okkur meðal annars hversu lengi gestur er á heimasíðu Daga, hvaða síður hann heimsótti, hvaða netvafra hann notar, og hvort hann hafi komið áður í heimsókn á heimasíðu okkar. Þær upplýsingar sem safnast með kökunni innihalda engar persónu- eða auðkennisupplýsingar og notast því eingöngu til að kanna notkun gesta á heimasíðu okkar.

Hvað ef ég samþykki ekki kökur?

Þér er ekki skylt að samþykkja kökur frá heimasíðu okkar, og flestir netvafrar gefa þér möguleika á að hafna þeim. Ef þú hafnar kökum geta vissar þjónustur eða hlutar á heimasíðunni ekki virkað sem skyldi og eru þá ekki í boði fyrir þig.

Eyðing á kökum

Flestir netvafrar leyfa þér að eyða kökum sem hafa safnast upp á þinni tölvu. Það er breytilegt eftir nefvöfrum en yfirleitt er hægt að fara í stillingar eða hjálp í netvafranum sjálfum til að finna hvernig á að eyða kökum, einnig til að loka fyrir kökur almennt.Á eftirfarandi heimasíðu getur þú fengið að vita meira um kökur, ásamt því hvernig þú kemur í veg fyrir að kökur safnast upp á þinni tölvu:

ALLABOUTCOOKIES.ORG

Við söfnum persónulegum upplýsingum samkvæmt lögum til að viðhalda viðskiptasambandi við einstaklinga og fyrirtæki. Þetta er gert í þeim tilgangi að leysa úr öllum lagalegum og/eða viðskiptalegum málum. Enn fremur, ef einstaklingur hefur samþykkt það sérstaklega, þá er okkur heimilt að senda honum upplýsingar sem gætu vakið áhuga hans.

Almennt munum við ekki nota eða skiptast á persónu- eða auðkennisupplýsingum í öðrum tilgangi en tilgreint er í þessari persónuverndarstefnu eða í þeim tilgangi að þörf sé á að upplýsa þriðja aðila samkvæmt lögum og þegar hafa verið samþykkt af þér.

5

Veita Dagar persónuupplýsingar til þriðja aðila?

Við gætum deilt eða birt persónuupplýsingar af einhverjum ofangreindum ástæðum til þriðja aðila, þar á meðal;

  • Tengdra fyrirtækja innan Daga.
  • Utanaðkomandi verktaka, ráðgjafa og þjónustuveitenda til Daga (s.s. póstdreifingaraðila, viðskiptaaðila eða þjónustufyrirtækja).
  • Til ríkisstofnana, s.s löggæslu, stofnana á sviði stjórnsýslu og dómsmála (eða einhverra annarra aðila sem skylt er að birta persónubundnar upplýsingar samkvæmt lögum eða dómsúrskurði)
  • Einhvers annars einstaklings eða aðila, sem hefur heimild til að birta/fá upplýsingarnar.

Við munum ekki deila persónu- eða auðkennisupplýsingum með öðrum einstaklingum eða aðilum öðrum en

  • Starfsmönnum okkar, starfsmönnum og fyrirtækjum tengdum Dögum.
  • Stjórnvöldum eða eftirlitsyfirvöldum (þ.m.t. löggæsluaðilum og dómstólum) þar sem krafist er eða heimilt er samkvæmt lögum.
  • Öðrum einstaklingum sem er heimilt samkvæmt lögum.

Þegar við afhendum persónuupplýsingar til þriðja aðila, munum við gera allar viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að þriðji aðili sé bundinn þagnarskyldu og persónuverndarskuldbindingum varðandi vernd persónu- og auðkennisupplýsinga. Upplýsingarnar eru veittar í samræmi við lagaskilyrði, þar með talið að flutningur sé varinn með gagnavinnslu samningum, til að tryggja að gögn séu ekki unnin í öðrum tilgangi og tryggja fullnægjandi öryggisráðstafanir.

6

Birta Dagar persónuupplýsingar til viðtakenda utan ESB / EES?

Við munum ekki birta eða afhenda persónu- eða auðkennisupplýsingar til fyrirtækja og eða einstaklinga utan Íslands nema með skriflegu samþykki þínu.

7

Bein markaðssetning og kynning á persónuupplýsingum þínum

Við gætum notað persónuupplýsingar í þeim tilgangi að upplýsa um þjónustu og vörur, sem og vörur og þjónustu frá þriðja aðila sem við teljum að gæti gagnast viðkomandi einstaklingi. Með sérstöku leyfi getum við afhent persónuupplýsingar til þriðja aðila vegna sérstakra markaðsherferða. Byggt á eðli viðskiptasambandsins þá gætum við leitað meðmæla þinna vegna þjónustu okkar, til þriðja aðila.

Einstaklingar geta á öllum tíma beðið um að ekki verði haft samband, vegna vöru eða þjónustu frá Dögum eða þriðja aðila. Einnig að upplýsa ekki aðra um persónu- eða auðkennisupplýsingar.

8

Geymsla og öryggi persónuupplýsinga

Við geymum persónuupplýsingar á pappír og/eða í rafrænum skrám.

Við höfum gert öryggisráðstafanir í samræmi við lög sem kveðið er á um til að vernda persónu- og auðkennisupplýsingar sem við geymum, gagnvart misnotkun, eyðingu og óheimilum aðgangi, breytingum eða birtingu.

Við beitum tæknilegum öryggisráðstöfunum eins og dulkóðun við afritunartöku. Þetta felur í sér fjölda kerfa og samskiptaöryggisráðstafana, svo og örugga geymslu skjala. Að auki er aðgengi að persónuupplýsingum takmarkað.

Við ábyrgjumst eyðingu eða dulkóðun á persónu- og auðkennisupplýsingum eftir að þeirra  er ekki lengur þörf í samræmi við þessa persónuverndarstefnu og gildandi persónuverndarlög á hverjum tíma.

9

Hvernig á að fá aðgang eða leiðrétta persónuupplýsingar

Við gerum nauðsynlegar og ábyrgar ráðstafanir til að tryggja að upplýsingarnar sem fyrirtækið geymir um þig séu réttar, uppfærðar, fullnægjandi og viðeigandi þegar við notum eða birtum þær. Vinsamlegast hafið samband við okkur ef þér finnst persónuupplýsingar þínar rangar.

Ef spurningar vakna um þessa persónuverndarstefnu, ósk um aðgang að eða á annan hátt leiðrétta þarf persónuupplýsingar þínar, er hægt að hafa samband við skrifstofu Daga að Austurhrauni 7, 210 Garðabæ. Uppfærsla upplýsinganna byggir á að þú látir okkur vita þegar breytingar verða á þeim eða högum þínum (t.a.m. heimilisfangi).
Einnig er hægt að senda til persónuverndarfulltrúa okkar að Austurhrauni 7, 210 Garðabæ eða senda beiðni með tölvupósti á netfangið personuvernd@dagar.is. Beiðnin þarf að innihalda greinargóða lýsingu á persónuupplýsingum sem óskað er eftir eða þeim breytingum sem þú vilt láta framkvæma.

Beiðni þín um aðgang að persónuupplýsingum þínum verður skjalfest ásamt upplýsingum um beiðnina og hvaða starfsmenn okkar veittu þér þær í hverju tilviki. Þú hefur rétt til að fá aðgang að upplýsingum þínum og leiðrétta ef þær eru ekki réttar, úreltar eða ófullnægjandi. Einnig getur þú afturkallað samþykki þitt fyrir okkur að geyma eða vinna úr persónu- og auðkennisupplýsingum þínum.

Ef við erum sannfærð um að upplýsingar þarfnist leiðréttingar, munum við gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að þær upplýsingar séu leiðréttar og tilkynna þér um leiðréttinguna. Við munum einnig tilkynna öðrum viðtakendum og viðeigandi aðilum um leiðréttingarnar, eins og kveður á um samkvæmt persónuverndarlögum.
Það kunna að skapast þær aðstæður þar sem við gætum þurft að hafna beiðni um leiðréttingu. Í slíkum tilvikum getur þú beðið um að við vistum beiðnina um leiðréttingu með þínum persónuupplýsingum.

Við munum ekki krefjast greiðslu fyrir aðgang né leiðréttingar á upplýsingum þínum, með þeim fyrirvara þó að mögulega gætir þú þurft að greiða sanngjarnan kostnað fyrir vinnslu og viðbrögð við beiðni um aðgang, þ.m.t. ljósritun, afhendingu skriflegrar skýrslu, aðgangs, póstsendinga og annars mögulegs kostnaðar sem af getur hlotist.

10

Hvernig munu Dagar bregðast við beiðni þinni

Við munum staðfesta móttöku beiðni þinnar innan 10 virkra daga eftir móttöku hennar. Við munum gera okkar besta til að vinna úr og svara beiðni þinni innan 14 virkra daga, frá því að staðfesting hefur borist þér. Ef við getum orðið við beiðni þinni, færðu skriflegt svar. Ef ekki er hægt að verða við beiðni þinni færð þú skriflegt svar sem tilgreinir hvers vegna og upplýsingar um mögulegar aðgerðir, ef þú ert ekki ánægð/ur með viðbrögð okkar.

11

Viltu hafa samband við Daga nafnlaust?

Hægt er að hafa samband við okkur nafnlaust. Hins vegar, ef þú velur það, hamlar það getu okkar við að afhenda þá þjónustu og/eða upplýsingar sem þú þarfnast/biður um.

12

Getur þú kvartað vegna brots á friðhelgi einkalífs?

Ef þú vilt kvarta vegna brots á friðhelgi, vegna meðhöndlunar okkar á persónuupplýsingum, vinsamlegast hafðu samband við Persónuvernd.

13

Þarftu frekari upplýsingar?

Nánari upplýsingar um persónuverndarlög má finna á heimasíðu Persónuverndar:

PERSONUVERND.IS
14

Uppfærsla Persónuverndarstefnu Daga

Við getum breytt eða endurskoðað Persónuverndarstefnu okkar og hvernig unnið er með persónu- og auðkennisupplýsingar frá einum tíma til annars. Við munum senda uppfærða persónuverndarstefnu á heimasíðu okkar á www.dagar.is , allir endurskoðaðir skilmálar taka þá gildi frá útgáfudegi á hverjum tíma.

Siðareglur  

Siðareglur Daga hf. tilgreina helstu lykilatriði varðandi siðferðiog heiðarlega starfshætti, sem eiga við í rekstri fyrirtækisins og eruleiðarljós fyrir starfshætti, framkomu og viðhorf allra starfsmanna. Lykilatriðinvarða; 

  • Siðferði starfsmanna
  • Reglur gegn spillingu og mútum
  • Starfshætti í samræmi við samkeppnislög
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Siðferðisreglur á vinnustað
  • Ábyrgð fyrirtækisins

Siðareglurnar styðja við gildi okkar og eru þær samhæfðar grunnstefnu og öðrumreglum og leiðbeiningum Daga. Siðareglur okkar eru hluti afráðningarskilmálum starfsfólks hjá Dögum. 

 

SIÐFERÐISTARFSMANNAR

  • Starfsmenn Daga verða aðfylgja lögum bæði í störfum sínum og utan vinnutíma
  • Við gerum ráð fyrir aðallir starfsmenn vinni samkvæmt gildum Daga; Virðing, Frumkvæði,Ábyrgð, Gæði 


Þar sem lög eða reglur skortir t.a.m. varðandi persónulega ábyrgð, verður hver starfsmaður að viðhafa heiðarlegt mat og varkárni.
Starfsmönnum ber að hafa samband við næsta yfirmann eða annan yfirmann, ábyrgan samstarfsmann eða tengilið viðskiptavinar til ráðagerðar.
Samskipti við viðskiptavini, samstarfsmenn og samstarfsaðila skulu fara fram af virðingu og sanngirni.
Áreitni og einelti, þar með talin kynferðisleg áreitni, er með öllu óásættanleg innan Daga og verður ekki liðin af hálfu fyrirtækisins.
Neysla og áhrif áfengis og/eða annara vímuefna er ekki leyfð við störf hjá Dögum hf.

Spilling og mútur

Dagar samþykkja á engan hátt spillingu og mútur og berjast gegn slíku í hvívetna.
Dagar keppa um viðskipti á sanngirnisgrundvelli og einvörðungu á eigin verðleikum.
Allar persónulegar greiðslur, endurgreiðslur og mútur milli Daga og/eða starfsmanna Daga gagnvart viðskiptavinum, birgjum eða opinberum aðilum eru stranglega bannaðar.
Starfsfólki Daga er bannað að þiggja gjafir eða annan þakklætisvott frá viðskiptavinum nema að það sé af hóflegu verðgildi og þjóni tilgangi viðskiptanna, t.a.m. að þiggja sýnishorn.

Samræmi við samkeppnislög

Það er kjarni viðskiptahátta Daga að uppfylla allar viðeigandi samkeppnisreglur og
reglugerðir.
Dagar hafa ekki uppi verðsamráð og skiptir ekki markaði eða þjónustuþáttum með samkeppnisaðilum.
Dagar viðhafa ekki samráð milli samkeppnisaðila vegna útboða.
Dagar ræða ekki samkeppnisatriði (eins og verðlagningu, afslætti, bónusa, söluskilmála o.s.frv.) við samkeppnisaðila.

Tengsl við viðskiptavini

Við upplýsum viðskiptavini og birgja um Siðareglur Daga.
Við afhendingu þjónustu á verkstað fylgja Dagar hf. viðurkenndum umhverfis-, gæða, öryggis- og heilsufarsstöðlum.
Þagnarskylda gagnvart viðskiptavinum er virt og viðeigandi gögn varðveitt.
Athugasemdir viðskiptavina eru teknar alvarlega og eru skilgreindar sem verðmætar
upplýsingar til sífelldra endurbóta í bættri þjónustu Daga.

Vinnustaða staðlar

Dagar leitast við að tryggja sem bestar vinnuaðstæður fyrir starfsfólk, m.t.t. viðeigandi heilsu- og öryggisstaðla.
Dagar líða ekki mismunun starfsmanna varðandi ráðningar og störf; allir starfsmenn okkar hafa rétt til að fá sanngjarna og sömu meðferð.
Dagar virða félagafrelsi og samningsrétt; allir starfmenn okkar eiga rétt á að vera í stéttarfélagi.
Dagar samþykkja ekki nauðungarvinnu né barnaþrælkun.
Dagar hf. bjóða laun sem að lágmarki fylgja launatöxtum kjarasamninga og
reglum á vinnumarkaði.
Starfmönnum býðst þjálfun í samræmi við þau störf sem þeir sinna.
Dagar virða einkalíf starfsmanna og vernda tengdar upplýsingar á viðeigandi hátt.

Ábyrgð fyrirtækisins

Dagar vinna samkvæmt meginreglum um góða stjórnun fyrirtækja.
Dagar vinna sífellt að því að minnka umhverfisáhrif af starfsemi sinni.
Dagar er ábyrgur fyrirtækjaþegn í því samfélagi þar sem fyrirtækið starfar.
Samfélags-, umhverfis-, og siðferðisleg skuldbinding Daga skal endurspeglast
í öllum samskiptum við viðskiptavini, starfsmenn, birgja og aðra hagsmunaaðila.