Samfélagsleg ábyrgð
Starfsemi Daga nær til fyrirtækja og stofnana víðs vegar um landið. Við vinnum markvisst að því að draga úr kolefnisfótspori starfseminnar, meðal annars með því að huga að ferðum á milli staða. Við endurnýjun bílaflotans er markvisst horft til orkuskipta og val á orkusparandi, minni og eyðslugrennri farartækjum.
Í starfsemi okkar notum við fjölbreytt efni til að þrífa, fjarlægja óhreinindi, sótthreinsa og verja yfirborðsfleti. Við leggjum áherslu á umhverfisvænar lausnir og bjóðum viðskiptavinum okkar upp á umhverfisvottuð efni og aðferðir í ræstingum og þrifum. Með því drögum við úr neikvæðum umhverfisáhrifum bæði í okkar eigin starfsemi og hjá viðskiptavinum okkar. Ræstingaþjónusta Daga er Svansvottuð frá árinu 2009. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og leiðandi í umhverfisvottun í heiminum.
