Samfélagsleg ábyrgð
Í starfsemi okkar notum við ýmiskonar efni til að þrífa og fjarlægja óhreinindi, hreinsa, sótthreinsa og verja yfirborðsfleti. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á umhverfisvottuð efni og aðferðir í ræstingum og þrifum sem draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í starfsemi okkar og ykkar. Ræstingaþjónusta Daga er Svansvottuð síðan 2009. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og leiðandi í umhverfisvottun í heiminum.
Starfsemi Daga teygir anga sína inn í fyrirtæki og stofnanir um borg og bæi víðsvegar um land. Dagar vinna markvisst að því að minnka kolefnisfótspor frá starfseminni vegna ferða á milli staða. Við endurnýjun bílaflota fyrirtækisins er nú markvisst horft til orkuskipta og orkusparnaðar með minni og eyðslugrennri farartækjum.
