Fagmennska í framkvæmd

Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980. Hjá Dögum starfa um 750 einstaklingar um allt land.

Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.

Virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta.

HAFA SAMBAND

Fréttir

6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
16
.
November
2023

16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

LESA FRÉTT
30
.
October
2023

Dagar eru í flokki fyrirmyndafyrirtækja Creditinfo

Við erum gífurlega stolt af því að vera á nýbirtum lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2022.

LESA FRÉTT
12
.
January
2023

Rafbílavæðing Daga minnkar kolefnissporið um 200 tonn næstu 4 ár

Rafbílavæðingin er mikilvægur hluti aðgerðaáætlunar fyrirtækisins sem hefur að markmiði að draga úr kolefnisspori Daga um 80% eða 200 tonn á næstu fjórum árum.

LESA FRÉTT
16
.
December
2022

Einstök upplifun fyrir gesti Evrópsku kvikmyndakademíunnar í Hörpu

Um síðustu helgi tók starfsfólk Daga þátt í að skapa einstaka upplifun fyrir gesti Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Hörpu.

LESA FRÉTT
24
.
November
2022

Dagar taka þátt í eldvarnaræfingu með Slökkviliði Akureyrar

Slökkvilið Akureyrar hóf í gær, í samstarfi við Daga, þátttöku í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

LESA FRÉTT
24
.
October
2022

Gullna brosið veitt fyrir framúrskarandi störf

Við gerðum okkur glaðan dag í síðustu viku og afhentum starfsfólki Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf.

LESA FRÉTT
21
.
October
2022

Umhverfisstjórnunarkerfi Daga hlýtur ISO 14001 vottun

Umhverfisstjórnunarkerfi Daga hlaut ISO14001 vottun á dögunum. Vottunin er staðfesting þess að við séum að vinna markvisst að stöðugum umbótum og markverðum árangri í umhverfismálum.

LESA FRÉTT
12
.
October
2022

Dagar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

Þann 12. október hlutu Dagar viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA (Félags kvenna í atvinnurekstri).

LESA FRÉTT