Fréttir
Dagar styrkja Mottumars
Í mars tóku Dagar þátt í Mottumars átakinu og tókum við ákvörðun um að greiða tekjur af öllum nýjum mottusamningum í mars til Mottumars málefnisins.
Opinber innkaup – drifkraftur framfara
Í viðtal við forstjóra Ríkiskaupa, Björgvin Víkingsson, í viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 27. apríl s.l. undir yfirskriftinni „Það verða engar framfarir án breytinga“, er því lýst hvernig forstjórinn vill beita sér fyrir breyttri hugsun í því hvernig ríkið nálgast innkaup sín.
Dagar létta fyrirtækjum lífið með daglegum rekstri og viðhaldi fasteigna
Fréttablaðið birti 3. maí sl. samtal við forstjóra Daga, Pálmar Óla Magnússon, þar sem fjölbreytt þjónusta fasteignaumsjónarsviðs Daga var rædd.
Keflavíkurflugvöllur hlýtur verðlaun fyrir hreinlætisaðgerðir í heimsfaraldri
Keflavíkurflugvöllur hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á árinu 2021. Dagar hafa séð um öll þrif á Keflavíkurflugvelli síðan í nóvember 2017 og vinnum við þar samkvæmt INSTA 800 gæðakerfinu.
Til hamingju með daginn konur!
Í dag er alþjóðlegum baráttudegi kvenna fagnað og í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi þess að hafna hlutdrægni og fordómum. Jafnrétti er ekki einungis á dagskrá einu sinni á ári, heldur er það ábyrgð okkar að stöðugt leggja áherslu á að skapa umhverfi og samfélag þar sem jöfn staða kynjanna er sjálfsögð og gripið sé til aðgerða sem brjóta niður ójafnvægi í samfélaginu og fagna fjölbreytileika ólíkra hópa.
Dagar sinna eldvarnaeftirliti í 35 fasteignum Reita
Með auknu samstarfi taka Dagar að sér hlutverk eldvarnarfulltrúa í 35 fasteignum Reita sem spanna 123.000 fermetra og sjá um að virkum eldvörnum sé sinnt á samræmdan hátt.
Öruggir viðburðir - 10 lykilatriði til að hafa í huga
Þó svo að tilgangurinn geti verið ólíkur þá eiga allir viðburðir það sameiginlegt að þið ætlið að ná saman hóp af fólki sem mun eiga samskipti sín á milli. Við tókum saman nokkra hluti sem er gott að hafa í huga þegar halda á viðburð.
3 góð ráð varðandi líftíma gólfefna
Við höfum tekið eftir því að rekstraraðilar fasteigna vilja gera vel þegar kemur að viðhaldi gólfefna en þegar að er gáð þá gera margir þeirra sömu mistökin. Við höfum því takið saman 3 góð ráð sem gott er að hafa í huga til að hámarka líftíma gólfefna.
4 aðgerðir sem lágmarka smithættu á vinnustaðnum þínum
Það eru ýmsir hlutir sem fyrirtæki ættu að huga að þegar kemur að því að lágmarka smithættu á vinnustöðum.